41. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:06
Bjarkey Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Jóhanna Kristín Björnsdóttir (JKB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:46
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) fyrir ÁsmD, kl. 09:06

Ásmundur Einar Daðason mætti á fund kl. 9:27 og vék þá Willum Þór Þórsson af fundi. Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 9:50. Helgi Hrafn Gunnarsson áheyrnarfulltrúi var fjarverandi vegna fundar í velferðarnefnd.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Breyting á lögum um markaðar tekjur Kl. 09:00
Frumvarp um breytingu á lögum um markaðar tekjur var afgreitt úr fjárlaganefnd með atkvæðum Vigdísar Hauksdóttur, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, Haraldar Benediktssonar, Willums Þórs Þórssonar og Jóhönnu Maríu Björnsdóttur. Frumvarpið verður flutt af meiri hluta nefndarinnar sem boðar frekari viðbætur við greinargerð þess, m.a. þróun tryggingagjalds o.fl. Brynhildur Pétursdóttir var samþykk afgreiðslu málsins úr nefndinni. Oddný G. Harðardóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.

2) Önnur mál Kl. 09:17
Rætt um fyrirhugaðar heimsóknir nefndarinnar innan lands. Ákveðið að heimsækja Kadeco. Einnig rætt um hvort nefndin ætti að heimsækja sænska þingið í tengslum við frumvarp um opinber fjármál eða hvort bjóða ætti fulltrúum Svía að kynna reynslu sína í þessum efnum hjá fjárlaganefnd.

3) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 09:48
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný Harðardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Jóhanna Kristín Björnsdóttir.

Fundargerðir 29., 33., 35., 36., 39. og 40. fundar samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný Harðardóttir, Ásmundur Einar Daðason, Bjarkey Gunnarsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Valgerður Gunnarsdóttir og Jóhanna Kristín Björnsdóttir.

Fundi slitið kl. 10:10