37. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2012 kl. 09:00


Mættir:

Valgerður Bjarnadóttir (VBj) formaður, kl. 09:00
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:00
Magnús M. Norðdahl (MN) fyrir JRG, kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 09:00
Mörður Árnason (MÁ) fyrir RM, kl. 09:00
Ólöf Nordal (ÓN), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:02
Frestað.


2) 403. mál - afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra Kl. 09:02
Formaður bar upp tillögu um að málið yrði afgreitt frá nefndinni.
VBj, LGeir, ÓN, BÁ, MN, VigH með, Ma sat hjá og MT á móti.

Formaður lagði fram drög að nefndaráliti með frávísunartillögu og varatillögu um að málið yrði fellt. Nefndin fór yfir málið.

Samþykkt kl. 09:40 að gera hlé á fundi til kl. 11:00, frestað að nýju til kl. 11:30.

Málið tekið fyrir að nýju kl. 11:45

Samþykkt að afgreiða málið með nefndaráliti, meiri hluti VBj, ÁI, LGeir, MT, MA með fyrirvara tímasetningu og túlkun þingskapa.
MN sammála áliti meiri hluta en skoðar hvort hann skili ítarlegu séráliti.
BÁ og ÓN skila séráliti.
VigH verður líklega ekki með sérálit.




3) Stjórnlagaráð. Kl. 09:23
Formaður lagði fram tillögur að bréfi og spurningum til stjórnlagaráðs.

Tekið fyrir á ný kl. 11:30.

Formaður lagði fyrir nefndina formlegt bréf til stjórnlagaráðs og spurningar til ráðsins.

Þeir sem samþykkir því að senda ráðinu eru; VBj, ÁI, LGeir, MA, MN
VigH á móti og BÁ situr hjá.




4) Önnur mál. Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.





Fundi slitið kl. 11:50