11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:32
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:21
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:13
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Kolbeinn Óttarsson Proppé var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) 155. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 08:29
Á fundinn komu Sigurður Hannesson og Eyrún Arnarsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Páll Gíslason og Arnór Þórir Sigfússon frá Verkfræðingafélagi Íslands og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun (ESB) 2015/2366 um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 2002/65/EB, 2009/110/EB og 2013/36/ESB og á reglugerð (ESB) nr. 1093/2010 og niðurfellingu á tilskipun 2007/67/EB Kl. 09:47
Nefndin fjallaði um málið.

4) Tilskipun (ESB) 2015/1513 sem breytir tilskipun 98/70/EB um gæði bensíns og díseleldsneytis og tilskipun 2009/28/EB um að auka notkun orku frá endurnýjanlegum orkugjöfum Kl. 09:49
Formaður fór yfir drög að áliti um málið til utanríkismálanefndar. Allir rita undir álitið.

5) Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1589 um ítarlegar reglur um beitingu 108. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (kerfisbinding) Kl. 09:52
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00