56. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:30
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:30
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:30
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Össur Skarphéðinsson og Elín Hirst voru fjarverandi.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

1738. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 55. fundar samþykkt.

2) Ástandið í Tyrklandi Kl. 09:45
Nefndin ræddi ástandi í Tyrklandi. Steinunn Þóra Árnadóttir fór yfir afstöðu Vinstri grænna um mikilvægi þess að ályktað yrði um málið og áréttaði afstöðu sína vegna stöðunnar í Tyrklandi. Þeir nefndarmenn sem tjáðu sig voru sammála um alvarleika málsins, en töldu það hvorki í samræmi við þingsköp eða hefð að utanrikismálanefnd ályktaði. Málið ætti frekar heima á vettvangi Alþingis.

3) 783. mál - samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Jón Gíslasaon og Þorvaldur H. Þorvaldsson frá Matvælastofnun og svöruðu spurningum nefndarmanna. Þá kom Karl G. Kristinsson prófessor í sýklafræðiog svaraði spurningum nefndarmanna. Að síðustu komu Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Unnur Orradóttir Ramette og Finnur Þór Birgisson frá utanríkisráðuneyti. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20