Ferill 463. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 463 . mál.


Ed.

824. Frumvarp til laga



um breytingu á jarðræktarlögum, nr. 56 30. mars 1987.

(Lagt fyrir Alþingi á 111. löggjafarþingi 1988–89.)



1. gr.

    7. gr. laganna orðast svo:
    Kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði eftir reikningi er landbúnaðarráðherra samþykkir.
    Skilyrði þess að framkvæmd njóti framlags samkvæmt lögum þessum er að umsókn þar um ásamt framkvæmdaáætlun, sem samþykkt er af héraðsráðunaut, sé lögð inn hjá Búnaðarfélagi Íslands á árinu áður en verkið skal hafið. Búnaðarfélag Íslands áætlar fjárþörf vegna jarðræktarframlaga að þeim umsóknum fengnum og gerir tillögur til landbúnaðarráðherra um fjárveitingar næsta árs áður en frumvarp til fjárlaga er lagt fyrir Alþingi. Þegar fjárlög hafa verið samþykkt skal Búnaðarfélag Íslands tilkynna bændum bréflega hvaða framkvæmdir á jörðum þeirra muni njóta framlags á árinu. Framlög skulu greidd eigi síðar en sex vikum eftir að úttekt lýkur. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð tímamörk vegna umsókna, tilkynninga um væntanleg framlög og úttekta.
    Ríkissjóður greiðir búnaðarsamböndum 65% af launum héraðsráðunauta og trúnaðarmanna. Hluti ríkissjóðs í launagreiðslum fer eftir kjarasamningum opinberra starfsmanna. Ríkissjóður greiðir allt að 65% af ferðakostnaði héraðsráðunauta og trúnaðarmanna samkvæmt ákvörðun landbúnaðarráðherra að fengnum tillögum Búnaðarfélags Íslands.

2. gr.

    10. gr. laganna orðast svo:
    Til jarðabóta, sem taldar eru í þessari grein, skal greiða framlag úr ríkissjóði sem hér segir:


— Liðir I–X repró í GUT./Sjá þskj.



I. Til undirbúnings ræktunar.
. a.     Framræsla vegna endurræktunar, þar með talin hreinsun, sprenging berghafta og dýpkun skurða, 55% kostnaðar.
..      Búnaðarfélag Íslands gerir áætlun um framræslu vegna endurræktunar samkvæmt könnun héraðsráðunauta á framræsluþörf á einstökum búnaðarsambandssvæðum. Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð ákvæði um undirbúning framkvæmda, útboð þeirra, svo og umsjón og eftirlit með þeim.
. b.     Lokræsi með pípum í ræktuðu landi ............. *j.80 kr. á m

II. Til jarðræktar.
     a. Endurræktun túna ...................... *j.18 500 kr. á ha
     b. Kýfing við endurræktun ................. *j.4 600 kr. á ha
     c. Korn- og fræakrar, fyrsta ræktunarár .. *j.12 300 kr. á ha
     * Korn- og fræakrar, síðari ræktunarár .. *j.10 000 kr. á ha

              Framlag samkvæmt þessum staflið er ekki greitt til kornræktar grænfóðurverksmiðja.
     d. Grænfóðurrækt *j.10 000 kr. á ha
     Framlag samkvæmt þessum staflið er bundið því að grænfóðurræktun sé til þess að bæta úr fóðurskorti vegna kals og annarra ræktunaráfalla af völdum harðinda. Enn fremur er framlagið bundið því að ræktunarþörfin hafi verið metin og viðurkennd af jarðræktarráðunaut Búnaðarfélags Íslands áður en í framkvæmdir er ráðist hverju sinni.

. III.      Nýræsla og nýrækt.
    Heimilt er að veita framlög til framræslu á óunnu landi, svo og nýræktar, þar sem sérstakar ástæður mæla með. Slík framlög skulu jafnhá og veitt eru skv. I. og II. lið þessarar greinar. Umsókn um framlög samkvæmt þessum lið skal fylgja fimm ára áætlun um búrekstur á viðkomandi jörð ásamt rökstuddum meðmælum sveitarstjórnar og búnaðarsambands. Ráðherra ákveður, að fenginni umsögn Búnaðarfélags Íslands, sérstaklega framlög samkvæmt þessum lið.

. IV. Til áburðargeymslna.
     Áburðarhús og áburðarkjallarar að hámarki ...... 900 kr. á m*h3
.      Heimilt er að greiða sambærileg framlög til áburðargeymslna eftir öðrum viðmiðunum en rúmmetrafjölda samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð.

V. Til hey- og garðávaxtageymslna, svo og annarra geymsluhúsa.
     a. Votheyshlöður ............................ *j.700 kr. á m*h3
     b. Heygeymslur (þurrhey, rúllubaggar)........ *j.500 kr. á m*h2
>m24<      c.     Súgþurrkunarkerfi í þurrheyshlöðu, súgþurrkunarblásari með aflvél, kælivél í garðávaxtageymslu og rafstrengur sem lagður er sérstaklega í þessu skyni, framlag 40% af verði tækja og búnaðar.
>m31<      d. Garðávaxtageymslur
.      með viðeigandi loftræstibúnaði ..... *j.1 500 kr. á m*h2
     e. Verkfærageymslur ....................... *j.500 kr. á m*h2

VI.      Til vatnsveitna vegna heimilis- og búsþarfa.
.      Helmingur kostnaðar við vatnsupptöku, þar með talin borun eftir vatni, vatnsgeymar og leiðsla frá vatnsbóli að bæjarvegg.

. VII. Til uppeldishúsa á garðyrkjubýlum.
     a.     Til byggingar uppeldishúsa með lýsibúnaði:
..     Framlag 3200 kr. á m*h2, allt að 200 m*h2 að flatarmáli á býli.
     b.     Til lýsingar í gróðurhúsum:
..     Framlag 600 kr. á m*h2, allt að 300 m*h2 að flatarmáli á býli.
     c.     Til kolsýrugjafar í gróðurhúsum: 40% af verði tækja og búnaðar.

VIII.      Til loðdýrabygginga.
.      Framlag nemi 30% af áætluðu kostnaðarverði þessara bygginga, allt að 600 m*h2 að flatarmáli á býli.

IX.      Til ræktunar skjólbelta.
.      Framlag nemi 75% kostnaðar við trjáplöntukaup og 50% kostnaðar við nauðsynlegar girðingar vegna ræktunarinnar.

X.      Til sérstakra verkefna.
.      Á árunum 1989 til 1991 skal árlega greiða framlag úr ríkissjóði til þess að meta þörf fyrir jarðabætur á einstökum bújörðum sem framlags geta notið samkvæmt lögum þessum og til áætlanagerðar um slíkar framkvæmdir.
.      Árleg framlög skulu að upphæð jafngilda 2,5% af heildarframlagi til jarðabóta skv. I.–IX. tölul. þessar greinar viðkomandi ár. Ráðherra ákveður með reglugerð ráðstöfun þessa fjár að fengnum tillögum Búnaðarfélags Íslands.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Núgildandi jarðræktarlög, nr. 56/1987, voru samþykkt 30. mars 1987. Eftir reynslu af framkvæmd laganna og í ljósi breyttra aðstæðna þykir nauðsynlegt að leggja til breytingar á ákvæðum laganna um framlög ríkissjóðs til jarðabóta. Með frumvarpi þessu fylgir áætlun um breytingu á heildarframlögum ríkissjóð vegna jarðræktarlaga miðað við óbreytt lög og frumvarp þetta. Þar kemur fram að þær breytingar, sem nú eru lagðar til, hafa í för með sér um 44 millj. kr. lækkun á framlögum ríkissjóðs milli ára. Kostnaðartölur frumvarpsins eru miðaðar við verðlag ársins 1988, en allar samanburðartölur í athugasemdum við 2. gr. frumvarpsins eru á verðlagi ársins 1986, eins og í gildandi jarðræktarlögum til að sýna sem gleggst breytingu á framlögum ríkissjóðs.

Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.


Um 1. gr.


    Greinin gerir ráð fyrir að sækja þurfi fyrir fram um öll jarðræktarframlög og enginn geti reiknað með framlagi fyrr en hann hefur fengið skriflegt svar þar um. Loforð um framlög byggist á nýsamþykktum fjárlögum sem geri þar með kleift að greiða framlögin mjög fljótt eftir að framkvæmdum lýkur.

Um 2. gr.


    Gert er ráð fyrir talsverðum breytingum á ákvæðum 10. gr. núgildandi laga
sem fjallar um ríkisframlag til jarðabóta. Eru breytingarnar þessar:
1.     Felld eru niður framlög á vélgrafna skurði og plógræsi, nema í tengslum við endurræktun. Sömuleiðis framlög á nýræktir, girðingar um ræktunarlönd og til kölkunar túna. Undantekning þar frá er heimild til framlaga vegna nýræslu og nýræktar þar sem sérstakar ástæður mæla með. Er þar fyrst og fremst átt við tilvik þar sem skilyrði til endurræktunar eru alls ekki fyrir hendi eða endurræktun er sannanlega óhagstæðari en nýrækt.
2.     Þá lækkar framlag ríkissjóðs úr 70% kostnaðar í 55% kostnaðar við framræslu vegna endurræktunar og úr 80 kr. á m í 50 kr. á m á lokræsi.
3.     Eftirfarandi breyting er gerð á framlagi til jarðræktar:
. a.     Felld eru niður framlög til nýræktar en framlög til endurræktunar lækkuð. Framlög til endurræktunar voru áður 19.000 kr. á ha á þurrkuðu mýrlendi en 13.000 kr. á ha á þurrlendi en verða nú 12.000 kr. á ha án tillits til jarðvegsgerðar.
. b.     Þar sem endurræktunarframlög eru ákveðin án tillits til jarðvegsgerðar er 3.000 kr. framlag á ha greitt sérstaklega ef spildur eru kýfðar þannig að hlutfall milli framlaga á þurrlendi og kýfðu mýrlendi helst óbreytt frá eldri lögum.
. c.     Framlag til korn- og fræakra er hækkað úr 6500 kr. í 8000 kr. á ha þegar um frumræktun er að ræða en framlag helst óbreytt þar sem kornrækt hefur áður verið stunduð. Samkvæmt þessu fengi bóndi, sem hefði áður verið með korn- eða frærækt á 2 ha en sáir nú í fjóra hektara, alls 29.000 kr. framlag.
4.     Framlög til áburðargeymslna eru óbreytt, 600 kr. á m 3, en nýmæli er að heimilt er að greiða sambærileg framlög eftir öðrum viðmiðunum en rúmmetrafjölda samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð. Tilgangurinn er að gera ekki upp á milli mismunandi bygginga- eða tækniaðferða sem bændur nota til þess að varðveita búfjáráburð ef báðar skila jafngóðum árangri. Til dæmis yrði mögulegt að veita jafnt framlag til bónda sem byggir vélgengan kjallara og annars sem byggir þró með dælubúnaði ef báðar geymslurnar rúma ársáburð eftir 30 kýr þótt rúmmetrafjöldinn sé ekki sá sami.
5.     Framlag til hey- og garðávaxtageymslna, svo og annarra geymsluhúsa.
.      Lækkað er framlag til bygginga á votheyshlöðu, úr 670 kr. í 447 kr. á hvern m 3.
.      Framlag til bygginga á þurrheyshlöðum og rúllubaggahlöðum verður 330 kr. á m 2 sem er óbreytt á rúllubaggageymslurnar en lækkun úr 1000 kr. á m 2 á þurrheyshlöðum. Þess ber að geta að súgþurrkunarkerfi voru áður talin með hlöðu en eru nú talin með tækjabúnaði í c-lið sem heldur óbreyttu framlagi, 40% kostnaðar.

Um 3. gr.


    Þarfnast ekki skýringa.


—- REPRÓ – TAFLA Í GUTENBERG —