Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1989–90. – 1059 ár frá stofnun Alþingis.
112. löggjafarþing. – 129 . mál.


Ed.

632. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 73 28. maí 1969, um Stjórnarráð Íslands.

Frá meiri hl. allsherjarnefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og haft til athugunar umsagnir þær er allsherjarnefnd neðri deildar bárust um frumvarpið. Til viðræðna um efni frumvarpsins komu Hermann Sveinbjörnsson, stjórnarformaður Hollustuverndar ríkisins, Leifur Eysteinsson, framkvæmdastjóri Hollustuverndar ríkisins, Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs, Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, Magnús Jóhannesson siglingamálastjóri, Jón Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Snorri Sigurðsson, fagsviðsstjóri Skógræktar ríkisins, Ólafur Pétursson, forstöðumaður mengunarvarnasviðs Hollustuverndar ríkisins, Þórhallur Halldórsson, forstöðumaður heilbrigðiseftirlits Hollustuverndar ríkisins, Franklín Georgsson, forstöðumaður rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins, Daníel Viðarsson, forstöðumaður eiturefnasviðs Hollustuverndar ríkisins, Auður Antonsdóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, Sigurbjörg Gísladóttir, varaformaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkisins, Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iðnaðarráðuneytinu, Árni Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, Halldór S. Kristjánsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Sigurgeir Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, og Jón Gunnar Ottósson, forstöðumaður rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá.
    Í máli flestra viðmælenda nefndarinnar kom fram að þörf er á samræmingar- og eftirlitsaðila umhverfismála innan stjórnsýslunnar. Meiri hl. nefndarinnar leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á því í meðförum neðri deildar.

Alþingi, 20. febr. 1990.



Jón Helgason,


form.


Guðmundur Ágústsson,


fundaskr., frsm.


Skúli Alexandersson.


Jóhann Einvarðsson.