Ferill 393. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1995–96. – 1065 ár frá stofnun Alþingis.
120. löggjafarþing. – 393 . mál.


688. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 145/1995, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 24. gr. laganna:
    Í stað orðanna „2. gr.“ í upphafi d-liðar kemur: 1., 2., 8. gr.
    Í stað orðanna „3. gr., b-, c-, d- og e- liður 4. gr.“ í upphafi e-liðar kemur: 3. gr., b-, c-, d- og e- liður 4. gr., 6.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Í desember sl. voru samþykkt sem lög frá Alþingi lög nr. 145/1995, um breyting á lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, með síðari breytingum. Í ljós hefur komið villa í gildistökuákvæðinu að því er varðar það hvenær 8. gr. laganna kemur til framkvæmda. Í því ákvæði eru gerðar breytingar á 68. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt er fjallar um persónuafslátt og sjómannaafslátt. Þær breytingar eiga að koma til framkvæmda við álagningu á árinu 1997 en ekki 1996 eins og gildistökuákvæðið gerir ráð fyrir. Þá láðist jafnframt að geta þess hvenær 1. og 6. gr. laganna ættu að koma til framkvæmda. Hér er lagt til að þetta verði lagfært.