Ferill 162. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 163  —  162. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)



1. gr.


    Í stað fjárhæðarinnar „4.578“ í 2. málsl. 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 4.826.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2002 vegna tekna ársins 2001.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Úr Framkvæmdasjóði aldraðra eru m.a. veittir styrkir til byggingar þjónustumiðstöðva, dagvista og stofnana fyrir aldraða og til nauðsynlegra breytinga og endurbóta á húsnæði sem notað er til þjónustu við aldraða. Auk þess styrkir sjóðurinn rekstur á stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra hækkar um 5,41% og miðast hækkunin að hálfu við breytingu á byggingarvísitölu og að hálfu við breytingu á neysluvísitölu.



Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum
um málefni aldraðra, nr. 125/1999.

    Með frumvarpinu er lagt til að sérstakt gjald sem skattstjórar leggja á þá sem skattskyldir eru skv. 1. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, og renna skal í Framkvæmdasjóð aldraðra skuli nema 4.826 kr. á hvern gjaldanda. Skal gjaldið koma til framkvæmda við álagningu opinberra gjalda á árinu 2002 en ekki 4.578 kr. eins og ákveðið var með lögum nr. 172/2000, um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, að gilda ætti fyrir það ár.
    Í forsendum fjárlaga 2001 var gert ráð fyrir að gjaldið yrði 4.162 kr. það ár. Með tilvísun í skýrleika skattlagningarheimilda var talið nauðsynlegt að fjárhæð gjaldsins væri breytt í lögum um málefni aldraðra og því var álagt gjald kr. 4.065 eins og þágildandi lög kváðu á um. Hækkun gjaldsins verður því 761 kr. á milli ára á hvern gjaldanda. Ef miðað er við 158.300 gjaldendur á árinu 2002 hækka ríkistekjur um 142,6 m.kr. sem renna til Framkvæmdasjóðs aldraðra verði frumvarpið að lögum. Framlög ríkissjóðs til Framkvæmdasjóðs aldraðra árið 2001 hækka hins vegar um tæpar 90 m.kr. á milli ára en þau voru 675 m.kr. árið 2001.