Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 532. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 1288  —  532. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um staðfesta samvist, nr. 87/1996, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 30. maí.)



1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „framkvæma staðfestingu á“ í 1. mgr. kemur: staðfesta.
     b.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður er orðast svo: Prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga er hafa vígsluheimild skv. 17. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, er heimilt að staðfesta samvist.
     c.      Í stað orðanna „framkvæmd staðfestingar“ í 2. mgr. kemur: staðfestingu samvistar.

2. gr.

    Við 2. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig geta prestar og forstöðumenn skráðra trúfélaga leitað um sættir.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 27. júní 2008.