Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 1. máls.
140. löggjafarþing 2011–2012.
Þingskjal 473  —  1. mál.

3. umræða.


Breytingartillaga



við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012.

Frá fjárlaganefnd.


    Við 6. gr. Við bætist ný málsgrein, er verði 1. mgr., og orðist svo:
    Liggi fyrir að útgjöld við nýtingu einstakra heimilda samkvæmt greininni fari umfram fjárheimild 09-481 Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum og ekki er gert ráð fyrir útgjöldunum á öðrum liðum fjárlaga skal fjármálaráðherra kynna áformaða nýtingu heimildar fyrir fjárlaganefnd áður en endanleg ákvörðun er tekin um nýtingu hennar. Þeirri kynningu skal fylgja rökstuðningur þar sem m.a. kemur fram hvaða fjárhæðir er um að ræða og hver áhrif eru á fjárlög og efnahag ríkissjóðs.