Ferill 428. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1434  —  428. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um meðferð sakamála, nr. 88/2008 (málsmeðferð hjá Endurupptökudómi).

(Eftir 2. umræðu, 28. mars.)


1. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Ef Endurupptökudómur telur að mál sem dæmt hefur verið í Hæstarétti fyrir 1. janúar 2018 uppfylli skilyrði til endurupptöku skv. 232. gr. er dóminum heimilt að vísa málinu til meðferðar og dómsuppsögu í Landsrétti. Ákvæði þetta tekur til mála sem Endurupptökudómur hefur ekki úrskurðað um, þ.m.t. mála sem eru þar til meðferðar.

2. gr.

    Lög þessi taka þegar gildi.