Ferill 386. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 398  —  386. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um brjóstapúða.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvernig hafa heilbrigðisyfirvöld fylgt eftir þeim úrbótum sem sagðar voru nauðsynlegar á skráningu brjóstapúða í kjölfar viðbragða við hinum gölluðu PIP-brjóstapúðum?
     2.      Hefur ráðuneytið til skoðunar að setja á laggirnar brjóstapúðaskrá, eða skrá um önnur læknisfræðileg ígræði, til að tryggja rekjanleika og öryggi sjúklinga?
     3.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið ígrædda brjóstapúða, hversu mörg hafa látið fjarlægja brjóstapúða og hversu oft hefur ástæða fyrir því að fjarlægja púða verið galli í þeim eða veikindi af völdum þeirra? Svar óskast greint eftir árum sl. 10 ár.


Skriflegt svar óskast.