Ferill 525. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 609  —  525. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skipta búsetu barna.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu margir foreldrar hafa fengið leyfi fyrir skiptri búsetu barns síns frá því að breytingar á barnalögum um skipta búsetu barns tóku gildi árið 2022?
     2.      Hvernig hefur framkvæmd ákvæða barnalaga um skipta búsetu barna gengið? Hafa orðið einhverjir hnökrar á framkvæmd laganna og ef svo er, hvers eðlis?
     3.      Hvernig er forsjárforeldri, sem ekki er lögheimilisforeldri, tryggður aðgangur að upplýsingum um barn sitt, svo sem úr sjúkraskrá eða úr gagnagrunnum grunnskóla?


Skriflegt svar óskast.