Ferill 290. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 749  —  290. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur um málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd.


     1.      Hver er meðalmálsmeðferðartími umsókna um alþjóðlega vernd í dögum talið á ári hverju frá árinu 2020 hjá Útlendingastofnun og kærunefnd? Annars vegar er óskað svars um meðalmálsmeðferðartíma allra umsókna og hins vegar sundurliðun eftir tegundum mála.

    Tafla 1.    Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna í fyrstu málsmeðferð hjá Útlendingastofnun í dögum talið (frá umsókn til ákvörðunar), án fjöldaflótta frá Úkraínu.

Ár Dagar
2020 127
2021 87
2022 124
15.10.2023 169

    Tafla 2.    Meðalmálsmeðferðartími í fyrstu málsmeðferð hjá Útlendingastofnun eftir tegund málsmeðferðar í dögum talið (frá umsókn til ákvörðunar).

Ár Efnismeðferð Dyflinnarmál Öruggt þriðja ríki Vernd í öðru ríki Fjöldaflótti frá Úkraínu
2020 134 118 274 95
2021 79 94 83 102
2022 125 105 153 123 5
15.10.2023 186 123 148 120 5

    Tafla 3.    Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna í fyrstu málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála í dögum talið.

Ár Dagar
2020 83
2021 74
2022 48
1.10.2023 104

     Tafla 4.    Meðalmálsmeðferðartími í fyrstu málsmeðferð hjá kærunefnd útlendingamála eftir tegund málsmeðferðar í dögum talið. Vakin er athygli á að „örugg þriðju ríki“ eru flokkuð undir „vernd í öðru ríki“ hjá kærunefnd.

Ár Efnismeðferð Dyflinnarmál Vernd í öðru ríki
2020 91 65 88
2021 79 72 73
2022 50 45 50
1.10.2023 125 109 77

     2.      Hver er meðalmálsmeðferðartími umsókna frá ríkisborgurum Venesúela um alþjóðlega vernd í dögum talið á hverju ári frá árinu 2019 hjá Útlendingastofnun og kærunefnd?

     Tafla 5.    Meðalmálsmeðferðartími umsókna frá ríkisborgurum Venesúela í fyrstu málsmeðferð hjá Útlendingastofnun í dögum talið (frá umsókn til ákvörðunar).

Ár Dagar
2019 45
2020 39
2021 58
2022 113
15.10.2023 212

    Hinn 1. október sl. hafði kærunefnd útlendingamála afgreitt fjögur mál frá ríkisborgurum Venesúela á árinu 2023 og í þeim var meðalmálsmeðferðartíminn 155 dagar.

     3.      Með hvaða hætti hefur verið brugðist við lengri málsmeðferðartíma hjá Útlendingastofnun og kærunefnd?
    Útlendingastofnun fékk heimild til þess að ráða fleira starfsfólk á síðasta ári og aftur síðastliðið vor til að mæta auknum málafjölda. Stofnunin bætti við sig bæði sérfræðingum og lögfræðingum í vinnslu mála. Þá fékk kærunefnd útlendingamála einnig heimild haustið 2023 til að bæta við sig fleiri lögfræðingum.

     4.      Hvað skýrir að mati ráðherra lengri málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd?
    Líkt og greinir í töflu 1 var meðalmálsmeðferðartími umsókna um alþjóðlega vernd í fyrstu málsmeðferð hjá Útlendingastofnun, að undanskildum umsóknum vegna fjöldaflótta frá Úkraínu, rúmur fimm og hálfur mánuður (169 dagar) hinn 15. október síðastliðinn. Þetta er umtalsverð lenging frá árinu 2021 þegar meðalmálsmeðferðartíminn var undir þremur mánuðum (87 dagar). Stuttur málsmeðferðartími þá skýrist fyrst og fremst af fækkun umsókna á tímum COVID og hraðri afgreiðsla umsókna frá Venesúela á árunum 2020–2022. Að sama skapi skýrist lenging meðalmálsmeðferðartímans nú fyrst og fremst af verulega mikilli fjölgun umsókna, hléi sem gert var á afgreiðslu umsókna frá Venesúela frá desember 2022 til mars 2023, breyttri framkvæmd í kjölfarið sem og miklu magni óafgreiddra umsókna sem safnaðist upp á meðan.