Ferill 837. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1258  —  837. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og barnamálaráðherra um skólanámskrár, skólastarf og lestrarkennslu.

Frá Eyjólfi Ármannssyni.


     1.      Hvernig er eftirliti ráðherra með innleiðingu og gerð skólanámskráa í grunn- og framhaldsskólum og samræmi þeirra við aðalnámskrá háttað, sbr. 4. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2008, og 3. gr. laga um framhaldsskóla, nr. 92/2008?
     2.      Hvernig er eftirliti ráðherra með gæðum skólastarfs háttað?
     3.      Hvernig er eftirliti og mati á árangri og gæðum lestrarkennslu í grunnskólum háttað?
     4.      Hvernig eru markmið aðalnámskrár fyrir grunn- og framhaldsskóla útfærð í skólanámskrám og hvernig er eftirliti háttað með því að skólar hafi markmið aðalnámskrár að leiðarljósi?


Skriflegt svar óskast.