Ferill 993. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1456  —  993. mál.




Fyrirspurn


til innviðaráðherra um umferðartafir og hagvöxt.

Frá Njáli Trausta Friðbertssyni.


     1.      Hvert hefur samhengi hagvaxtar og aukningar á umferð verið samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar undanfarna tvo áratugi?
     2.      Hver var umferðin síðasta ár samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar og hver var hlutdeild almenningssamgangna í umferðinni á því ári?
     3.      Hve mikið mun umferð hafa vaxið árin 2034 og 2040 ef hagvöxtur á mann heldur áfram eins og verið hefur?
     4.      Hve miklar eru umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu, hver er hlutdeild almenningssamgangna nú í þessum töfum og hve miklar verða þær árin 2034 og 2040 samkvæmt umferðarlíkani annars vegar og gervihnattamælingum hins vegar?
     5.      Hver er áætlaður uppsafnaður þjóðhagslegur kostnaður af þessum umferðartöfum, annars vegar samkvæmt umferðarlíkani og hins vegar samkvæmt gervihnattamælingum? Hve mikil áhrif hefur sá kostnaður á uppsafnaðan hagvöxt fram til ársins 2034?


Skriflegt svar óskast.