Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1548  —  627. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá, lögum um hlutafélög, lögum um einkahlutafélög, lögum um ársreikninga og lögum um skráningu raunverulegra eigenda (fyrirtækjaskrá).

Frá meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar (TBE, ÁBG, DME, GE, JFF, OH, SÞÁ).


     1.      1. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna.
                  a.      6. tölul. orðist svo: Nafn, lögheimili og kennitölu stjórnar- og varamanna, prókúruhafa, framkvæmdastjóra, endurskoðenda og skoðunarmanna, félagsmanna í sameignar- og samlagsfélögum og annarra forráðamanna.
                  b.      Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Í tilviki hlutafélaga, einkahlutafélaga, samlagsfélaga og útibúa erlendra hlutafélaga og einkahlutafélaga, einkvæmt evrópskt auðkenni.
     2.      Við 2. gr.
                  a.      Orðin „ásamt fyrirsögnum“ í inngangsmálslið falli brott.
                  b.      Við 1. málsl. 1. mgr. a-liðar bætist: (kerfisbinding).
                  c.      Við b-lið bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Ríkisskattstjóri skal veita aðgang að persónugreinanlegum upplýsingum úr fyrirtækjaskrá, sbr. 1. mgr. 8. gr., þar á meðal fylgigögnum tilkynninga til fyrirtækjaskrár og upplýsingum sem hafa verið skráðar úr þeim.
                      Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal samræmast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                  d.      Fyrirsagnir a- og b-liðar falli brott.
     3.      Við 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. bætist: (kerfisbinding).
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Orðin „ásamt fyrirsögn“ í inngangsmálslið falli brott.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Ríkisskattstjóri skal veita aðgang að persónugreinalegum upplýsingum úr hlutafélagaskrá, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, þar á meðal fylgigögnum tilkynninga til hlutafélagaskrár og upplýsingum sem hafa verið skráðar úr þeim.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal samræmast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                  d.      Fyrirsögnin „ Vinnsla persónuupplýsinga“ falli brott.
     5.      Við 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. bætist: (kerfisbinding).
     6.      Við 8. gr.
                  a.      Orðin „ásamt fyrirsögn“ í inngangsmálslið falli brott.
                  b.      2. mgr. orðist svo:
                      Ríkisskattstjóri skal veita aðgang að persónugreinalegum upplýsingum úr hlutafélagaskrá, sbr. 1. mgr. 8. gr. laga um fyrirtækjaskrá, nr. 17/2003, þar á meðal fylgigögnum tilkynninga til hlutafélagaskrár og upplýsingum sem hafa verið skráðar úr þeim.
                  c.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal samræmast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
                  d.      Fyrirsögnin „ Vinnsla persónuupplýsinga“ falli brott.
     7.      Á undan 10. gr. komi ný grein, svohljóðandi:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 109. gr. laganna:
                  a.      Við 5. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ríkisskattstjóra er heimilt að vinna með persónuupplýsingar að því marki sem honum er það nauðsynlegt til að sinna hlutverki sínu samkvæmt lögum þessum.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Vinnsla persónuupplýsinga samkvæmt lögum þessum skal samræmast lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
     8.      Við 10. gr.
                  a.      Við 1. málsl. 1. mgr. bætist: (kerfisbinding).
                  b.      Á undan orðunum „og útibúa“ í 3. mgr. komi: samlagsfélaga.
     9.      Við 12. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „félagaréttar“ í 1. efnismálsl. komi: (kerfisbinding).
                  b.      Orðin „og 9. mgr. 31. gr.“ í 1. mgr. falli brott.
     10.      Á eftir orðinu „félagaréttar“ í 1. efnismálsl.13. gr. komi: (kerfisbinding).
     11.      14. gr. orðist svo:
                 Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. laganna:
                  a.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Lögin fela einnig í sér innleiðingu á ákvæðum g-liðar 15. mgr., j-liðar 16. mgr. og 17. mgr. 1. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/843 frá 30. maí 2018 um breytingu á tilskipun (ESB) 2015/849 um ráðstafanir gegn því að fjármálakerfið sé notað til peningaþvættis eða til fjármögnunar hryðjuverka og um breytingu á tilskipunum 2009/138/EB og 2013/36/ ESB, eins og tilskipunin var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 63/2020 frá 30. apríl 2020.
                  b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Innleiðing.
     12.      Fyrirsögn frumvarpsins orðist svo: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fyrirtækjaskrá og fleiri lögum (samtengingarkerfi skráa).