Ferill 1070. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1555  —  1070. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um virðisaukaskatt vegna vinnu á verkstað.

Frá Indriða Inga Stefánssyni.


     1.      Hversu mikið hefur innheimst af virðisaukaskatti á mánuði undanfarin fimm ár í þeim tilvikum þegar óskað hefur verið endurgreiðslu af greiddum virðisaukaskatti af vinnu á verkstað vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga um virðisaukaskatt, nr. 50/1988?
     2.      Hvernig hefur fjárhæð þessara tekna ríkisins þróast eftir því sem endurgreiðsluhlutfall hefur lækkað?


Skriflegt svar óskast.