Ferill 1085. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1588  —  1085. mál.




Fyrirspurn


til félags- og vinnumarkaðsráðherra um örorku- og ellilífeyri.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hversu margir einstaklingar þáðu örorkulífeyri eða endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun í janúar 2022 og janúar 2024? Svar óskast sundurliðað eftir því hvort þeir þáðu lífeyri eða fengu engan lífeyri greiddan? Þá óskast svarið sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega.
     2.      Hver voru útgjöld Tryggingastofnunar í janúar 2022 og janúar 2024 vegna útgreiðslu örorkulífeyris eða endurhæfingarlífeyris? Hvert var annars vegar meðaltal og hins vegar miðgildi útgjalda Tryggingastofnunar vegna útgreiðslu örorkulífeyris eða endurhæfingarlífeyris í janúar 2022 og janúar 2024, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega?
     3.      Hver voru útgjöld Tryggingastofnunar í janúar 2022 og janúar 2024 vegna útgreiðslu ellilífeyris? Hvert var meðaltal og miðgildi útgjalda Tryggingastofnunar vegna útgreiðslu ellilífeyris í janúar 2022 og janúar 2024, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega? Hver var annars vegar fjöldi einstaklinga sem þáði ellilífeyri frá Tryggingastofnun í janúar 2022 og janúar 2024 og hins vegar fjöldi þeirra sem fengu engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun sömu mánuði, sundurliðað eftir upprunalandi lífeyrisþega?


Skriflegt svar óskast.