154. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2023.

fjárlög 2024.

1. mál
[17:44]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Frú forseti. Hér greiðum við atkvæði um að fá að tvöfalda vaxtabætur til þeirra sem eru að sligast undan oki okurvaxta þannig að ég velti fyrir mér í kjölfarið á því að sjá það að ríkisstjórnin er ekki ofsaglöð og allir á grænu: Er þetta orðið eitthvert markmið að draga heimilin að landi og koma þeim undir fallöxina? Er það eitthvert markmið í rauninni að setja fólk á hausinn hér og gera fjölskyldurnar heimilislausar? Hvernig ætlar ríkisstjórnin að bjarga þessu fólki frá því hruni sem hún er búin að koma því í? Ég velti því stórlega fyrir mér. Þeir geta kannski komið með 22% aukið peningamagn í umferð eins og þeir gerðu í hruninu fyrir fyrirtækin og prentuðu hér 420 milljarða. Það er sjálfsagt engin ástæða fyrir verðbólgubrjálæðinu í dag hvernig þessi ríkisstjórn hefur hagað sér. Ég held að þeir ættu að skoða í skóna sína pínulítið meira og athuga hvort þar leynist ekki einhver gæska sem gæti sett þá á græna takkann, því að ekki veitir af.