154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[10:50]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið. Það er mín skoðun að Sundabraut sé ein mikilvægasta framkvæmd sem þarf að fara í í þessu landi á svo marga vegu. Grindavíkureldar, það sem hefur verið í gangi þar síðustu ár, sýna að mikilvægi Sundabrautar hefur eflst alveg gríðarlega. Það þarf að taka það mjög alvarlega sem er að gerast. Sérfræðingar okkar tala um Grindavíkureldana og segja að þetta hafi eiginlega verið rólegasta tímabilið, síðastliðin öld, yfir margar aldir. Nú þurfum við að fara að taka mjög alvarlega þau mál sem snúa að þessu. Það er þjóðaröryggismál að gera þetta rétt.

Mig langar rétt í lokin að koma inn á orkuskipti í innanlandsflugi og sem hafa líka með kynjajafnrétti að gera. Við þekkjum það að yfir veturinn sækja konur mjög í innanlandsflug og vilja síður vera úti á þjóðvegunum í vondum vetrarveðrum og slæmri færð, hálku og öllu því, og það á líka við um eldri hópinn. Þessi nálgun sýnir mikilvægi orkuskipta í flugi sem gætu komið til á tiltölulega skömmum tíma.