154. löggjafarþing — 103. fundur,  29. apr. 2024.

aðgerðir vegna kynbundins ofbeldis og heimilisofbeldis.

[15:52]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ofbeldi varðar okkur öll og afleiðingar þess eru víðtækar og leiða út um allt samfélag. Það er algjört grundvallaratriði að við sofnum alls ekki á verðinum í þessum málaflokki. Það verður alltaf að gera meira og við eigum og megum alltaf stefna hærra í þessum málaflokki.

Að lokum vil ég spyrja ráðherra hvort hann sjái fyrir sér einhverja tímalínu aðgerða í málaflokknum, hvenær megi vænta þeirra og hvenær vinna með þessar tillögur sem hæstv. ráðherra kom inn á hér í fyrra svari verði kláruð innan ráðuneytisins. Spurningin er þessi: Er einhver tímalína sem ráðherrann er að vinna eftir?