26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 13:00


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 13:00
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 13:00
Arnar Þór Jónsson (AÞJ) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 13:00
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 13:00
Hilda Jana Gísladóttir (HJG) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 13:00
Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) fyrir Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur (LRS), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00

Bergþór Ólason og Birgir Þórarinsson voru fjarverandi.
Eyjólfur Ármannsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 415. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025 Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Viðar Eggertsson frá Landssambandi eldri borgara, Rannveigu Traustadóttur frá rannsóknasetri í fötlunarfræðum við HÍ, Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Svandísi Önnu Sigurðardóttur frá Reykjavíkurborg.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

3) 168. mál - jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna Kl. 14:15
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Hildi Jönu Gísladóttur og Iðu Marsibil Jónsdóttur.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ármannsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins og Arnar Þór Jónsson sat hjá.

Að nefndaráliti 1. minni hluta standa Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Hilda Jana Gísladóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir.
Eyjólfur Ármannsson boðaði sérálit.

4) Önnur mál Kl. 14:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:45