4. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. september 2018 kl. 08:30


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 08:42
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 08:30
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerðir 2. og 3. fundar voru samþykktar.

2) Kynning á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á 149. löggjafarþingi (2018-2019) Kl. 08:33
Á fund nefndarinnar komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bryndís Helgadóttir frá dómsmálaráðuneyti. Dómsmálaráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 149. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 68. mál - þinglýsingalög o.fl. Kl. 09:17
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 69. mál - refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði Kl. 09:17
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 70. mál - dómstólar o.fl. Kl. 09:17
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 09:18
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 09:23
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:29