25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:07
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) Aðbúnaður og þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, Guðbrand Einarsson, Heru Ósk Einarsdóttur, Iðunni Ingólfsdóttur og Kjartan Má Kjartansson frá Reykjanesbæ. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Ólöfu Maríu Vigfúsdóttur og Kristínu Maríu Gunnarsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Írisi Kristinsdóttur og Davíð Jón Kristjánsson frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 11. mál - barnalög Kl. 10:10
Nefndin ræddi við Jón Pétursson og Guðrúnu Jónsdóttur frá Vestmannaeyjabæ og Valgerði Rún Benediktsdóttur og Maríu Kristjánsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:35
Nefndin ræddi jafnframt við Elínu Ölmu Arthursdóttir og Helga Samúel Guðnason frá Skattinum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks ræddi nefndin við Indriða Björn Ármannsson, Soffíu Felixdóttur og Karen Benediktsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 110. mál - minningardagur um fórnarlömb helfararinnar Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

5) Heiðurslaun listamanna Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10