39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. febrúar 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:15
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Jóhann Friðrik Friðriksson boðaði forföll.
Bryndís Haraldsdóttir, formaður, tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði. Eyjólfur Ármannsson, 1. varaformaður, stýrði fundi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur, Kjartan Ólafsson og Jón Bjartmarz frá dómsmálaráðuneytinu. Kjartan Ólafsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) 382. mál - útlendingar Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78.

4) Framkvæmd við veitingu ríkisborgararéttar Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir bar upp tillögu, með vísan til 51. gr. þingskapa, um að óska eftir að Persónuvernd taki saman upplýsingar fyrir nefndina um lagagrundvöll miðlunar persónuupplýsinga við veitingu ríkisborgararéttar með lögum, sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um íslenskan ríkisborgararétt, nr. 100/1952. Var tillagan samþykkt.

5) 143. mál - ráðstöfun útvarpsgjalds Kl. 10:57
Tillaga um að Bergþór Ólason verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 35. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:58
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 39. mál - aðgerðir gegn kynferðisbrotum og aukinn stuðningur við þolendur þeirra Kl. 10:59
Tillaga um að Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 73. mál - tekjutenging sekta fyrir umferðarlagabrot Kl. 11:00
Dagskrárlið frestað.

9) 76. mál - neytendastofa o.fl. Kl. 11:01
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05