50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 48. og 49. fundar voru samþykktar.

2) 804. mál - efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hermann Sæmundsson og Pétur Berg Matthíasson frá forsætisráðuneytinu.

Nefndin samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá forsætisráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

3) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:25
Formaður gerði grein fyrir að gögn sem nefndin óskaði eftir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á fundi þann 16. mars sl. hefðu borist ásamt beiðni um að trúnaðar yrði gætt, sbr. 3. mgr. 50. gr. þingskapa. Nefndin samþykkti að veita gögnunum viðtöku með heimild til að taka afrit með sér út af fundi, sbr. 2. mgr. 51. gr. þingskapa.

4) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 09:28
Nefndin fjallaði um málið og samþykkti, með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu vegna umsagna sem hafa borist um málið.

5) 893. mál - dómstólar Kl. 09:33
Tillaga um að Bryndís Haraldsdóttir verð framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 895. mál - lögheimili og aðsetur Kl. 09:34
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 899. mál - kvikmyndalög Kl. 09:38
Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 103. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:38
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 09:39
Helga Vala Helgadóttir óskaði eftir að nefndin fjalli um skýrslu flóttamannaráðs Evrópuráðsins um aðstæður flóttafólks í Grikklandi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:42