64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. maí 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 10:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00

Páll Magnússon boðaði forföll.

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Hjálmar Jónsson frá Blaðamannafélagi Íslands og Alma Ólafsdóttir og Milla Ósk Magnúsdóttir frá Félagi fréttamanna á RÚV. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Heiða Björg Pálmadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 779. mál - vandaðir starfshættir í vísindum Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar komu Jón Atli Benediktsson og Þórður Kristinsson frá háskólaráði Háskóla Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Valdimar Össurarson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 800. mál - sviðslistir Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Orri Huginn Ágústsson frá Bandalagi sjálfstæðu leikhúsanna og Birna Hafstein og Hrafnhildur Theodórsdóttir frá Félagi íslenskra leikara og sviðslistafólks. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom einnig Birna Hafstein frá Sviðslistasambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Hlynur Páll Pálsson frá Íslenska dansflokknum og fyrir hönd Félags íslenskra listdansara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 801. mál - menntun, hæfni og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla Kl. 11:18
Á fund nefndarinnar komu Kolbrún Þ. Pálsdóttir og Freyja Hreinsdóttir frá menntavísindasviði Háskóla Íslands og Kristín M. Jónasdóttir og Birna María B. Svanbjörnsdóttir frá Háskólanum á Akureyri. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 767. mál - samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) Kl. 11:51
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Páll Magnússon og Helgi Hrafn Gunnarsson skrifa undir álitið samkvæmt 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

7) 9. mál - mannanöfn Kl. 11:55
Jón Steindór Valdimarsson óskaði eftir að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

8) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 11:55
Nefndin ræddi málið.

9) Önnur mál Kl. 11:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:56