22. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 8. desember 2022 kl. 09:12


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:12
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 09:12
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:12
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:12
Daði Már Kristófersson (DMK), kl. 09:12
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:38
Tómas A. Tómasson (TAT), kl. 09:12
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:38

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Fundargerð 21. fundar var samþykkt.

2) 442. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist Kl. 09:13
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Björk Bjarnadóttur frá STEF. Fór hún yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna. Þá var tillaga formanns nefndarinnar um að afgreiða málið úr nefnd samþykkt af hálfu allra viðstaddra nefndarmanna. Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa Stefán Vagn Stefánsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Haraldur Benediktsson, Hildur Sverrisdóttir, Tómas Á. Tómasson og Þórarinn Ingi Pétursson.

3) Önnur mál Kl. 09:48
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:48