16. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. janúar 2016 kl. 10:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 10:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 10:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 10:00

Björt Ólafsdóttir, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson og Þorsteinn Sæmundsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) 372. mál - stefna um nýfjárfestingar Kl. 10:00
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið og fékk á sinn fund Svein Þorgrímsson og Þórð Reynisson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sem kynntu málið fyrir nefndinni.
Tillagan var send til umsagnar með um tveggja vikna fresti til að skila.

3) 457. mál - veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald Kl. 10:45
Nefndin hóf umfjöllun sína um frumvarpið og fékk á sinn fund Brynhildi Pálmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti sem kynnti frumvarpið fyrir nefndinni.
Frumvarpið var sent til umsagnar með um tveggja vikna fresti til að skila.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15