16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 10:31


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:31
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:31
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:38
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) fyrir GStein, kl. 10:31
Brynjar Níelsson (BN) fyrir RR, kl. 10:31
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:31
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:40
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:54

PHB og LínS voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Sameiginlegur fundur fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar.

Bókað:

1) Þjóðhagsáætlun 2014 Kl. 09:36
Fundurinn var sameiginlegur með fjárlaganefnd. VigH stýrði fundi.
Á fund nefndanna komu Björn Ragnar Björnsson, Björn Rúnar Guðmundsson og Marinó Melsteð frá Hagstofu Íslands, Ásdís Kristjánsdóttir og Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson og Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands. Starfsmenn Hagstofu Íslands kynntu nefndinni nýja þjóðhagsspá og svöruðu spurningum nefndarmanna. Aðrir gestir kynntu nefndinni eigin spár og viðbrögð við nýrri hagspá Hagstofu Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 12:26