59. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:40
Einar Kárason (EinK), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 56., 57. og 58. fundar voru samþykktar.

2) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Kristjánsdóttur og Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Konráð Guðjónsson og Ísak Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 3.

3) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Kristjánsdóttur og Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Konráð Guðjónsson og Ísak Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands. Samhliða var fjallað um dagskrárlið 2.

4) 785. mál - félög til almannaheilla Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

5) 794. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

6) 796. mál - almenn hegningarlög o.fl. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

7) 633. mál - aukatekjur ríkissjóðs Kl. 10:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu, þar af Smári McCarthy með fyrirvara.

8) 638. mál - bindandi álit í skattamálum Kl. 10:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna. Óli Björn Kárason, Þorsteinn Víglundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Einar Kárason, Ólafur Þór Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson boðaði að hann myndi skila minnihlutaáliti.

9) 637. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 10:55
Dagskrárlið frestað.

10) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir fyrir fjármálagerninga og fjárhagslega samninga eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17 Kl. 11:00
Nefndin afgreiddi álit til utanríkismálanefndar sem allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir.

11) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00