7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 23. október 2020 kl. 13:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 14:20
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:30

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Frestað.

2) 212. mál - tekjufallsstyrkir Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pétur Gauta Valgeirsson frá Leiðsögn - félagi leiðsögumanna, Helga Björnsson og Ásgeir Guðmundsson frá Félagi sjálfstætt starfandi tónlistarfólks, Erling Jóhannesson og Gunnar Hrafnsson frá Bandalagi íslenskra listamanna og Orra Huginn Ágústsson og Kolbrúnu Halldórsdóttur frá Sviðslistasambandi Íslands.

3) 34. mál - fasteignalán til neytenda og nauðungarsala Kl. 14:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 10. nóvember. Þá var ákveðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verði framsögumaður málsins.

4) 55. mál - stimpilgjald Kl. 14:25
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 10. nóvember. Þá var ákveðið að Bryndís Haraldsdóttir verði framsögumaður málsins.

5) 201. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 14:50
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 14:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:55