44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. mars 2023 kl. 09:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Logi Einarsson (LE), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Frestað.

2) 541. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unni Gunnarsdóttur varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits og Guðrúnu Finnborgu Þórðardóttur frá Seðlabanka Íslands.

Ákveðið var að boða fulltrúa Forsætisráðuneytisins á fund nefndarinnar vegna málsins.

3) 326. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:22
Tillaga um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögum rituðu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og framsögumaður málsins, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Logi Einarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

4) 415. mál - upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kl. 10:25
Tillaga um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit meiri hluta með breytingartillögum rituðu Diljá Mist Einarsdóttir, framsögumaður málsins, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Logi Einarsson og Steinunn Þóra Árnadóttir.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30