38. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 29. janúar 2020 kl. 09:11


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:11
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:16
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:11
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:11
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:11
Elvar Eyvindsson (ElE) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:19
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:11
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:27

Páll Magnússon var fjarverandi. Björn Leví Gunnarsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025 Kl. 09:11
Til fundarins komu Sveinbjörn Indriðason og Jóhann Gunnar Jóhannsson frá Isavia. Þeir kynntu framkvæmdaáætlun félagsins til næstu ára og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:12. Magnús Valur Jóhannesson frá Vegagerðinni. Hann kynnti framkvæmdaáætlun í vegagerð og viðhaldi vega og svaraði spurningum nefndarmanna um það efni.
Kl. 10:56. Kristín Linda Árnadóttir og Óli Blöndal Sveinsson frá Landsvirkjun. Þau kynntu framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar og svöruðu spurningum um hana.

2) Önnur mál Kl. 11:31
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:32
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:34