100. fundur
fjárlaganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 09:20


Mætt:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:20
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:20
Inga Sæland (IngS) 2. varaformaður, kl. 09:20
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:20
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:20
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:20
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:20
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:20
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:20

Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 10:15

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) 968. mál - breyting á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018--2022 Kl. 09:20
Til fundarins komu Sigurður Helgi Helgason, Jón Gunnar Vilhelmsson, Steinþór Haraldsson og Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir efni minnisblaða um málið sem ráðuneytið hefur sent nefndinni og svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.
Málið var síðan afgreitt úr nefndinni til annarrar umræðu með atkvæðum meiri hlutans og skrifar hann undir nefndarálit. Hann skipa Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Páll Magnússon og Njáll Trausti Friðbertsson. Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna en hann skipa Björn Leví Gunnarsson, Inga Sæland og Ágúst Ólafur Ágústsson. Mun hvert þeirra leggja fram eigið nefndarálit sem og Birgir Þórarinsson sem var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, sbr. 4. mgr. 18. gr. reglna um fastanefndir Alþingis.

2) 970. mál - ríkisábyrgðir Kl. 10:20
Steinunn Þóra Árnadóttir, flutningsmaður málsins, gerði grein fyrir stöðu þess.

3) 969. mál - fjáraukalög 2020 Kl. 10:25
Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins.

4) Önnur mál Kl. 10:28
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 10:29
Fundargerð 99. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:30