48. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. mars 2016 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:20
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:32
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:09

Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 9:33 til að fara á fund velferðarnefndar. Vigdís Hauksdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 09:10
Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu til fundar við nefndina Gísli Magnússon, Auður Árnadóttir og Helgi Kristjánsson og fjölluðu um áhættumat í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess. Þau lögðu fram minnisblað og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu komu Sigríður Auður Arnardóttir og Stefán Guðmundsson. Þau lögðu fram drög að greinargerð með rekstraráætlun sem er hluti af vinnuskjölum ráðuneytisins við eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Þá fóru þau yfir veikleikamat í rekstri ráðuneytisins og stofnana þess og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:11
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:12