24. fundur
fjárlaganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. desember 2023 kl. 09:06


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:06
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:06
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:15
Kári Gautason (KGaut), kl. 09:07
Kristrún Frostadóttir (KFrost), kl. 09:06
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:06

Teitur Björn Einarsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 481. mál - fjáraukalög 2023 Kl. 09:06
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Hlynur Hreinsson, Marta Skúladóttir og Hrefna Rós Matthíasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Lagt var fram bréf fjármála- og efnahagsráðherra frá 5. desember sl. þar sem hann fer þess á leit við fjárlaganefnd Alþingis að við 2. umræðu frumvarps til fjáraukalaga ársins 2023 verði gerða þær breytingar á fjárheimildum málefnasviða og málaflokka í A1-hluta ríkissjóðs sem fram koma í tveimur meðfylgjandi fylgiskjölum. Gestirnir kynntu síðan breytingatillögurnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær.

2) Önnur mál Kl. 09:46
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 09:47
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:48