11. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 21. janúar 2022 kl. 09:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:15
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

2) 167. mál - breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands Kl. 09:16
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Steinunn Þóra Árnadóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði sérálit.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðuðu sérálit.

3) Önnur mál Kl. 09:23
Nefndin ræddi starfið framundan.

Nefndin ræddi um beiðni Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur um opinn fund með forsætisráðherra vegna samskipta forsætisráðherra og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ehf. í tengslum við skimanir fyrirtækisins fyrir SARS-CoV-2-veirunni og mótefnum við henni sem fram
fóru árið 2020. Lagði formaður til haldinn yrði opinn fundur en nánara fyrirkomulag hans yrði rætt síðar og var það samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:32