41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 14. mars 2024 kl. 13:05


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 13:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 13:05
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 13:05
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 13:05
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Hildur Sverrisdóttir boðuðu forföll. Ágúst Bjarni Garðarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) Framkvæmd og eftirlit með lögum um póstþjónustu nr. 98/2019: niðurstöður frumathugunar Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jarþrúði Hönnu Jóhannsdóttur, Gest Pál Reynisson og Berglindi Glóð Garðarsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

3) 787. mál - stjórnsýslulög Kl. 13:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson og Egil Pétursson frá forsætisráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 14:05
Formaður bar upp tillögu um að fá fulltrúa landskjörstjórnar á fund nefndarinnar til að fá kynningu á undirbúningi forsetakjörs. Var það samþykkt.

Sigmar Guðmundsson kynnti fyrir nefndinni mögulegar breytingar á frumvarpi til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (jöfnun atkvæðavægis).

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:11