10. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. nóvember 2013 kl. 11:00
Opinn fundur


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 11:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 11:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) fyrir BP, kl. 11:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 11:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 11:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 11:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir SigrM, kl. 11:00

JÞÓ, HHJ og KG boðuðu forföll.

Nefndarritari: Hildur Eva Sigurðardóttir

Bókað:

1) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð o.fl. Kl. 11:00
Nefndin fékk á sinn fund Hall Magnússon fyrrverandi sviðsstjóra Íbúðalánasjóðs sem gerði grein fyrir sjónarmiðum sínum varðandi skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundurinn var opinn í samræmi við 3. mgr. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, og var því bein útsending frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis auk þess sem upptaka af fundinum verður aðgengileg á vef nefndarinnar á Alþingisvefnum.

Fundi slitið kl. 12:01

Upptaka af fundinum