36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:57
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.
Helga Vala Helgadóttir og Jón Steindór Valdimarsson þurftu að víkja af fundi hluta fundar vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 29.- 32. fundar voru samþykktar.

2) Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:03
Á fundinn komu Þórir Óskarssson og Markús I. Eiríksson frá Ríkisendurskoðun, Vilborg Ingólfsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneyti og Svanhvít Jakobsdóttir, Óskar Reykdalsson, Þórunn Ólafsdóttir og Svava Þorkelsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Markús kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Heilsugæsla á landsbyggðinni. Skýrsla til Alþingis. Kl. 10:05
Á fundinn komu Þórir Óskarsson og Markús I. Eiríksson frá Ríkisendurskoðun og Vilborg Ingólfsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna og gestir gerðu grein fyrir afstöðu til skýrslunnar.

4) Heilbrigðisstofnun Austurlands. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 10:32
Á fundinn komu Þórir Óskarsson og Markús I. Eiríksson frá Ríkisendurskoðun og Vilborg Ingólfsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Ása Þórhildur Þórðardóttir frá velferðarráðuneytinu. Þórir kynnti skýrsluna en Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar í fyrri skýrslu.

5) 443. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 10:35
Á fundinn kom Henry Alexander Henrysson frá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

6) Tilskipun 2016/2102/ESB um aðgengi að opinberum vefjum Kl. 11:14
Samþykkt að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.
Allir með á álitinu.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:17