51. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 09:40


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:40
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:40
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Elín Hirst (ElH), kl. 09:40
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ) fyrir Katrínu Júlíusdóttur (KaJúl), kl. 09:40
Róbert Marshall (RM), kl. 09:47
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:40

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:20 og Svandís Svavarsdóttir kl. 11:30.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:05
Fundargerðir 44. - 50. fundar voru samþykktar.

2) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 09:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Árna Davíðsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Arnbjörgu Sveinsdóttur, Margréti Guðjónsdóttur og Vilhjálm Jónsson frá Seyðisfjarðarkaupstað og Örn Sigurðsson og Gunnar H. Gunnarsson frá Samtökum um betri byggð.

3) Ástand Mývatns. Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Árni Einarsson frá Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn, Jón Óskar Pétursson og Ingvi Ragnar Kristjánsson frá Skútustaðahreppi og Gunnar Valdur Sveinsson og Anna G. Sverrisdóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

4) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05