35. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. maí 2022 kl. 13:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:05
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 14:25
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 13:05

Halla Signý Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 14:10 og Jakob Frímann Magnússon vék af fundi kl. 15:33.

Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen og Njáll Trausti Friðbertsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Dagskrárlið frestað.

2) 461. mál - fjarskipti Kl. 13:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Hallgrímsson Gröndal, Steingrím Ægisson og Aðalheiði Aðalsteinsdóttur frá Samkeppniseftirlitinu sem tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Jafnframt mætti Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu á fund nefndarinnar sem tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Þá mættu Breki Karlsson og Einar Bjarni Einarsson frá Neytendasamtökunum á fund nefndarinnar sem tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Enn fremur mættu Þórður Sveinsson og Páll Heiðar Halldórsson frá Persónuvernd á fund nefndarinnar sem tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Því næst mættu Heiðar Guðmundsson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og Þorvarður Sveinsson frá Farice ehf. Báðir tóku þeir þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Að því loknu mættu Hinrika Sandra Ingimundardóttir og Guðmundur Þórir Steinþórsson frá dómsmálaráðuneytinu á fund nefndfarinnar.

Loks mættu Helgi Valberg Jensson og Bergur Jónsson frá Ríkislögreglustjóra á fund nefndarinnar.

Að síðustu mættu Sigríður Rafnar Pétursdóttir og Birgir Rafn Þráinsson frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu á fund nefndarinnar.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá ríkissaksóknara með upplýsingum um úrskurði dómstóla um afhendingu gagna sem geymd eru skv. 3. mgr. 42. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003.

3) 470. mál - leigubifreiðaakstur Kl. 13:39
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 571. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 13:40
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

5) 573. mál - skipulagslög Kl. 13:53
Nefndin samþykkti að Ingibjörg Isaksen yrði framsögumaður málsins.

6) 574. mál - vaktstöð siglinga Kl. 13:53
Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

7) 563. mál - stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022--2036 Kl. 13:54
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

8) Hollustuhættir og mengunarvarnir (Geymsla koldíoxíðs) Kl. 14:03
Tillaga formanns um að leggja fram frumvarp til laga varðandi geymslu koldíoxíðs var samþykkt af meiri hluta nefndarinnar (VilÁ, BjarnJ, HSK, IOI, OPJ). Andrés Ingi Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni og Þórunn Sveinbjarnardóttir sat hjá.

Njáll Trausti Friðbertsson stendur einnig að málinu en var fjarverandi við afgreiðslu þess.
Jakob Frímann Magnússon, áheyrnafulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan framlagningu málsins.

9) Önnur mál Kl. 16:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00