23. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2020 kl. 09:30


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:30

Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1885. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 512. mál - niðurgreiðsla flugfargjalda ungmenna milli Vestur-Norðurlanda Kl. 09:34
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Sigríður Á. Andersen formaður (með fyrirvara), Ari Trausti Guðmundsson framsögumaður, Logi Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir (með fyrirvara).

3) 374. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 269/2019 um breytingu á bókun 31 við EES-samninginn Kl. 09:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 511. mál - vestnorræn umhverfisverðlaun hafsins Kl. 10:05
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Sigríður Á. Andersen formaður, Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður, Ari Trausti Guðmundsson, Logi Einarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið með heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

5) Störf alþjóðanefnda Kl. 10:10
Umræðu um dagskrárliðinn var frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:10
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15