21. fundur
utanríkismálanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl. 09:05


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) 1. varaformaður, kl. 09:05
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:05
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:05

Erna Bjarnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1962. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - forgangsmál 2022-2023 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson, Íris Bjargmundsdóttir, Katrín Sverrisdóttir, Daníel Freyr Birkisson og Sigurbergur Björnsson frá utanríkisráðuneyti, Hildur Sverrisdóttir Roed, Hrefna Ragnhildur Jóhannesdóttir og Rán Ingvarsdóttir frá forsætisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson, Erla Sigríður Gestsdóttir og Helga Jónsdóttir frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Jónas Birgir Jónasson frá innviðaráðuneyti, Teitur Már Sveinsson frá dómsmálaráðuneyti, Heimir Skarphéðinsson, Ingvi Már Pálsson, Rakel Birna Þorsteinsdóttir og Daði Ólafsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti, Guðrún Þorleifsdóttir, Guðmundur Kári Kárason, Benedikt Hallgrímsson, Sóley Ragnarsdóttir og Hjörleifur Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Iðunn María Guðjónsdóttir frá matvælaráðuneyti, Björg Þorkelsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Vera Sveinbjörnsdóttir frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir kynntu drög að forgangslista ríkisstjórnarinnar yfir hagsmunagæslu Íslands gagnvart ESB 2022-2023 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar kom Vilhjálmur Wiium sem fjallaði um starfsemi aðalræðisskrifstofu Íslands í Winnipeg og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 461. mál - fjarskipti Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Gísli Rúnar Gíslason og Jóna Sólveig Elínardóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllunin var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00