4. fundur
utanríkismálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 09:30


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 10:18

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
Jakob Frímann Magnússon og Þorgerður K. Gunnarsdóttir boðuðu forföll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1973. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 280. mál - ákvörðun nr. 53/2021, nr. 54/2021, nr. 385/2021 og nr. 146/2022 um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 1-2.

Á fund nefndarinnar komu Ingólfur Friðriksson frá utanríkisráðuneyti, Guðrún Þorleifsdóttir og Elísabet Júlíusdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og María Sæm Bjarkardóttir og Kristín Ninja Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

2) 281. mál - ákvörðun nr. 6/2022 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:30
Sjá athugasemd við 1. dagskrárlið.

Jóhann Friðrik Friðriksson var valinn framsögumaður málsins.

3) Fundargerð Kl. 10:20
Fundargerð 3. fundar utanríkismálanefndar var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:23
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00