18. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Teitur Björn Einarsson boðaði forföll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1762. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 413. mál - landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Matthías Geir Pálsson frá utanríkisráðuneyti.

Gesturinn kynnti frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

3) 263. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Filippseyja Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Bergþór Magnússon og Davíð Logi Sigurðsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Vilhjálmur Bjarnason var valinn framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) 130. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 39/2016 um breytingu á XXII. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu: Jóna Sólveig Elínardóttir form., Vilhjálmur Bjarnason frsm., Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Bryndís Haraldsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

6) Önnur mál Kl. 11:16
Rætt var um störfin framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20