40. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:16
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:10
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10
Viðar Eggertsson (VE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10

Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 10:44.
Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:52.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:38.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 36., 37., og 38. fundar samþykktar.

2) 529. mál - sóttvarnalög Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Harpa Þorsteinsdóttir, Berglind Víðisdóttir og Anna Svava Baldursdóttir frá Reykjavíkurborg, Sigurveig Þórhallsdóttir og Hafdís Una Guðnýjardóttir frá Umboðsmanni barna, Björn Rúnar Lúðvíksson, Ragna María Ragnarsdóttir, Erna Milunka Kojic og Ólafur Guðlaugsson frá Landspítala og Kristín Ólafsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem ræddi við nefndina í gegnum fjarfundabúnað. Gestir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 104. mál - gjaldfrjálsar tannréttingar fyrir börn Kl. 09:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti. Nefndin samþykkti að Oddný G. Harðardóttir verði framsögumaður málsins.

4) 782. mál - málefni innflytjenda og vinnumarkaðsaðgerðir Kl. 09:30
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti. Nefndin samþykkti að Jódís Skúladóttir verði framsögumaður málsins.

5) Samningar um sjúkraflug Kl. 10:54
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um gildandi þjónustusamninga sem Sjúkratryggingar hafa gert vegna sjúkraflugs innan lands og milli landa.

6) Fyrirspurn um skort á sýklalyfjum á Íslandi Kl. 10:55
Nefndin samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti um skort á sýklalyfjum á Íslandi.

7) Notkun á lyfjum sem ekki hafa markaðsleyfi Kl. 10:59
Nefndin samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti um notkun á lyfjum sem ekki hafa markaðsleyfi, reglur þar um og verklag.

8) Önnur mál Kl. 11:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:11