Dagskrá

Dagskrá 96. þingfundar
þriðjudaginn 16. apríl kl. 13:30

  1. Störf þingsins. Mælendaskrá.
  2. Ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf., 920. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 1. umræða.
  3. Stefna stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál, þingsályktunartillaga umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — Fyrri umræða.
  4. Verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 1. umræða.
  5. Menntasjóður námsmanna (ábyrgðarmenn og námsstyrkir), 935. mál, lagafrumvarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. — Framhald 1. umræðu. Mælendaskrá.
  6. Skák, 931. mál, lagafrumvarp mennta- og barnamálaráðherra. — 1. umræða. Tekið af dagskrá.
  7. Námsstyrkir (nemendur með alþjóðlega vernd), 934. mál, lagafrumvarp mennta- og barnamálaráðherra. — 1. umræða. Tekið af dagskrá.
  8. Fiskveiðiviðræður milli Íslands og Grænlands varðandi aðgang til makrílveiða á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2024, 929. mál, þingsályktunartillaga utanríkisráðherra. — Fyrri umræða.
  9. Úrvinnslugjald (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.), 924. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 1. umræða.
  10. Breytingar á ýmsum lögum vegna eftirlits og leyfisveitinga Orkustofnunar (þjónustugjöld), 898. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 1. umræða.
  11. Orkusjóður (Loftslags- og orkusjóður), 942. mál, lagafrumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. — 1. umræða.
  12. Virðisaukaskattur og kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða (erlendir aðilar, kílómetragjald o.fl.), 917. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 1. umræða.
  13. Tekjuskattur (barnabætur, sérstakur vaxtastuðningur), 918. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 1. umræða.
  14. Opinber innkaup (markviss innkaup, stofnanaumgjörð), 919. mál, lagafrumvarp fjármála- og efnahagsráðherra. — 1. umræða.
  15. Skráð trúfélög o.fl. (aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka), 903. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 1. umræða.
  16. Aðgerðir gegn peningaþvætti o.fl. (áhættumat o.fl.), 927. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 1. umræða.
  17. Fullnusta refsinga (samfélagsþjónusta og reynslulausn), 928. mál, lagafrumvarp dómsmálaráðherra. — 1. umræða.
  18. Lagareldi, 930. mál, lagafrumvarp matvælaráðherra. — 1. umræða.
  19. Sviðslistir (Þjóðarópera), 936. mál, lagafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra. — 1. umræða. Tekið af dagskrá.
  20. Listamannalaun, 937. mál, lagafrumvarp menningar- og viðskiptaráðherra. — 1. umræða. Tekið af dagskrá.

Útsending

Mynd úr útsendingu